Tuesday, November 23, 2004
Langar heim
Jamm verð að segja að ég er að verða búinn að fá nóg af endalausum fundarhöldum og þvæling og tímapressu!! Væri til í að sjá aðeins meira af Ástþóri Erni vakandi á daginn. Maður er að koma heim rétt fyrir og yfri sjö þessa dagana og hann er farinn að sofa um átta þannig að þetta er hund fúlt. En góðu fréttirnar eru að það eru meiri líkur á að maður eigi fyrir vísareikningnum ef maður vinnur eins og sveppur! Jamm svo er meistaradeildin á morgunn og ekki má maður missa af því!! Og umhleypingar byrjaðir, var búið að tolla snjór mun lengur en ég átti von á, yfirleitt koma umhleypingar strax eftir snjókomu þannig að þetta var smá plús. Jamm þá er það búið!
No comments:
Post a Comment