Monday, November 22, 2004

Matarboð



Jamm helgin var fín að þessu sinni. Fór ekkert í vinnu og drakk þeim mun meira af öli. Okkur var boðið í mat til Vidda og Kollu á laugardagskvöld og var þar vel veitt bæði í mat og drykk og þökkum við þeim hjónum kærlega fyrir okkur, þetta var skemmtileg kveldstund og nú stendur það upp á okkur að gjalda slíkt hið sama. Spilað var landnemaspið Catan sem er skemmtun hin mesta og ekki skotið fyrir það tólfunum að maður fjárfesti í slíku. Svo var okkur boðið í hreindýrasteik til tengdaforeldranna á sunnudagskvöld. Hreindýrið klikkar bara ekki, það er bara ekki í stöðunni. Snilldar helgi sem C. Það finndnast var samt að Ástþór Örn gisti hjá afa sínum og ömmu á laugardagsnótt og svo á sunnudagsmorgunn vaknar Svanhildur og klukkan orðin 10. Það hefur ekki gerst í langan tíma að maður hafi sofið svona út, þvílík snilld það er. Jamm en núna er það bara vinnan og kannski einn heitur kaffibolli hver veit.

No comments: