Wednesday, November 03, 2004
Stofuskápurinn fíni!
Jamm þá erum við komin með þennan fína stofuskáp. Fluttninga maðurinn frá tekk mætti eftir fimm í gær með herlegheitinn. Það eina var að þetta var svo þungt að það var ekkert spaug. Byrjuðum á að bera skennkinn upp og hann var léttari hluturinn en tók helvíti vel í vannotaða vöðvabyggingu tölvuþrælsins en upp og inn fór hann og var það vel. Svo fórum við og náðum í efri skápinn, en hann er með glerhurðum og úr þykkum við og þegar við lytfum honum upp hélt ég að ég hefði hann ekki á loft. Djöfull var þetta kvikindi þungt. Náðum að bera hann upp stigann upp á fyrstu hæðinna (fyrsta hæðinn hjá okkur er ekki á jarðhæð!!) en þegar þangað upp var komið var allt afl búið í lyklaborðhöndunum á mér og ég varð að leggja skápinn frá mér og hafði hann ekki á loft aftur. Það kom ekki að sök þar sem við gátum ítt honum inn og ekkert skemmdist nema egoið hjá mér sem beið tölverða hnekki. Það er nú ekkert langt síðan að maður hefði leikið sér að því að bera þetta inn. En það virðist einhvernveginn vera að maður safni ekki þreki fyrir framan tölvuskjáinn, skrítið. En þetta var klárt wake up call fyrir ræktina það er bara þannig!!!
No comments:
Post a Comment