Monday, November 01, 2004

Jamm og jæja



Jamm enn ein helgin í valnum en í staðin er farið að styttast í þá næstu. Var hin ágætasta helgi, vinna í gær og afslappelsi og spaug á laugardaginn. Kjúklingut að Tyrkneskum hætti í gær og gin og tónik á laugardag. Jamm helgar eru yndi. Jólin nálgast líka óðfluga og er það vel, hlakka reyndar meira til páskana þar sem páskafríið er mun lengra en jólafríið að þessu sinni. Ótrúlega magnað til þess að hugsa að vera ekki í prófum fyrir jólin núna, innri plannerinn hjá manni gerir alltaf ráð fyrir prófum á þessum tíma þannig að það er alveg magnað að vera að fatta að maður þarf ekki að undirbúa sig fyrir svoleiðis leiðindi þessi jólin. Neibb núna þarf maður bara að undibúa sig undir Julefrokost og vonandi jóla glögg einhversstaðar og ekki myndi skemma að fá sér spænskar vöfflur með að Dönskum hætti. Jamm það væri það!!

No comments: