Tuesday, November 02, 2004

Tilboðsopnun



Jamm skapp á fund upp á Orkuveitu í dag og var tilefni hans að vera viðstaddur opnun á tilboðum í skiljusmíðina mína. Það er skemmst frá því að segja að andrúmsloft er frekar rafmagnað á svona samkomum þar sem fjöldi manns er þar saman kominn að bjóða í verk fyrir hönd síns fyrirtækis og margar milljónir eru í boði. Skulum bara segja að menn eru ekkert að reyta af sér brandar við svona tækifæri. En samt gaman að sjá hvernig svona fer fram. Svo þarf maður að fara að liggja yfir tilboðunum og sjá hverju best er að mæla með. Jamm svo erum við búinn að vera að spá í skenk í Tekk og ætlaði móður amma Svanhildar að gefa okkur aur í honum. Var gamla konan mjög rausnarleg þar og kunnum við henni þakkir hinar bestu. Skennkurinn með skáp kemur svo í hús eftir fimm í dag og þá getur maður farið að sækja stellið fína úr villeroy og bock sem við fengum í brúðkaupsgjöf, en ekkert hefur verið plássið til að setja það þar sem enginn hefur verið skápurinn. Nú er sem C búið að leysa úr því og stofan að taka á sig endanlegri mynd. Fagn!

No comments: