Sunday, December 05, 2004
Loksins frí
Jamm búið að vera vægast sagt fáránlega mikið að gera hjá mér undanfarið. Er búinn að vera að reyna að koma húsbyggingarútboðið fyrir Hellisheiðarvirkjun í geng, það er klára minn part í loftræstikerfa hönnun og svo erum við með samhæfigu á öllum köflum og magntöluskrám frá öllum hönnuðum og það er ekki lítið magn að því.Úff einar 500 teikingar eða svo og álíka margar blaðsíður í lensningu. Náði því á fyrstu fjórum dögum þessa mánaðar að komast í 20 yfirvinnutíma!! Það er full mikið fyir minn smekk!! Var julefrøkost í vinnunni á föstudagskvöld og maður nánast hljóp úr vinnu til að fara að drekka brennivín einungis til þess að mæta senmma næsta dags aftur í vinnuna og halda áfram. Jamm það var dagurinn frá helvíti í gær, þunnur og vitlaus og að berjast við uppsetningu á mjög stóru wordskjali og ganga frá reikngum!! Mæli ekki með því, en núna er það bara afslappesli á heimaslóðum. Ps. fékk símhringingu frá Vidda í gær frá Highbury þar sem Arsenal var að vinna Birmingham 3-0, nokkuð ljóst að Viddi hefði þurft að drífa sig þangað mun fyrr!!
No comments:
Post a Comment