Thursday, December 16, 2004
Litlu jólin
Jamm það voru þvílíku kræsingarnar á borðum hérna í dag. Litlu jólin í fyrirtækinum, svona matarlega séð altént. Mátti velja milli hangikjöts og kartöflum í uppstúf, reiktrar skinku og brúnðuðum kartöflum, annarrar tegundar af skinnku, vel glábrúnaðri, kjöt af svínalæri, Waldorf salat, rækjuréttur, graflax og ýmsar tegundir af síld að ógleymdu laufabrauði og þrumara ef vildi. Jólaöl með og svo Ostatertur, risalamand og marenskaka í eftirrétt. Jamm síðustu bitarnir voru erfiðir en höfðust þó!! Búinn að kaupa jólavínið og allt klárt!! (já nema allar jólagjafirnar!!!)
No comments:
Post a Comment