Wednesday, December 15, 2004

Mættur til vinnu á nýjan leik!



Eins og jólaglöggir lesendur hafa efalaust tekið eftir hefur lítið verið að gerast á þessari bullsíðu minni að undanförnu. Ástæða þessmun vera sú að Ástþór Örn er búinn að vera lasinn undanfarna daga og ég hef því verið með hann veikann heima. Svanhildur á yfirsnúningi að lesa fyrir próf og því vorum við feðgarnir bara saman í rólegheitunum. Jamm maður skreppur frá í nokkra daga og þegar maður kemur aftur þá er bara nóg að gera í vinnunni hjá mér, magnað. Búinn að vera að horfa á DVD myndir undanfarið og þá myndir sem að ég veit að Svanhildur hefði ekki mikla ánægju eða yndisauka á að horfa á. Horfið fyrist á Cronicles of the Riddick(ulus)! Full mikill hetjuskapur fyrir minn smekk,og í raun vonbrygði þar sem ég sá fyrri myndinda á sýnum tíma og hafði gaman að (Pitch Blank). Jamm en núna átti ekki að gera "cult" mynd heldur hardcore hollywood hetju mynd með andhetju!! Ekki góð hugmynd. Seinni myndin sem ég augum á leit var I-robot. Engin óskarsverlaunamynd en allsekkert algalin heldur. Willi mikil hetja eins og ávallt og söguþráðurinn mætti vera betri en þetta var bara návæmlega mynd eins og maður átti von á henni. Svo hringdi Malla frænka í mig um daginn þar sem þau hjónakornin eru nýbúinn að fá afhenta nýja íbúð og þeim vantaði hjálparhendur í standsetningu. Ég alltaf verið á leiðinni að hjálpa hef bara verið á fullu heima við fram til klukkan að ganga 11 eða lengur í þessum blessaða mánuði. Ætlaði að vera búinn að hringja fyrir löngu þó og láta af mér vita en svona er maður nú framtaksamur!! Vona að framkvæmdir gangi vel.

No comments: