Friday, December 17, 2004
Prófaannir og appelsínur
Jamm þá er Svanka í prófi í þessum töluðu orðum. Jólafríið blasir við henni og er það vel, þurfum að fara að taka til hönd eða fjórum á heimilinu svona fyrir jólin. Best að senda henni andlega núna í prófinu. Mér verður annars ótrúlega oft hugsað til þess í desember hvað þessi prófatími er óþolandi andskoti, sitja í fjóra tíma og skrifa stærðfræði eins hratt og maður getur, vitandi að allar líkur eru á því að maður komist ekki yfir allt prófið og þegar því ljúki séu bara tveir dagar í næsta próf. Í menntaskóla var gaman í prófum, lítið námsefni og alltaf klárt að maður hafði fínan tíma í að fara yfir ef maður nennti því það er að segja. Nei HÍ er ljótt stress fjölritunarbatterí og þvílík sæla að þurfa ekki að vera að þreyta þar próf lengur. Aldrei aftur HÍ húrrey húrrey húrrey!!!
No comments:
Post a Comment