Wednesday, July 28, 2004

Drekinn

Jæja nú hefur drekinn ykkar verið duglegur, horfði á heila mynd í gær og þegar hún var hálfnuð mundi ég eftir að ég hafði séð hana áður. Ég man ekki hvað hún heitir eða hver leikur í henni, well see ya drekinn! (blogg fengið að láni hjá Svínasúpunni!!)
Annars þá er ótrúlega rólegt að frétta, ég ekki að nenna að vera í vinnunni og Svanhildur hefur engan frið til að skrifa ritgerðina sína heima í látunum þar. Enn verið að saga malbik, bora og brjóta með tilheirandi látum. Grilluðum í gær og það var svona ljómandi gott hjá okkur hjónunum, Svanka græjaði kartöflusallat og ég fyllta sveppi með hvítlauk og basil, alltaf gaman að grilla smá í sólinni. Svo átti pabbi afmæli í gær heirði aðeins í gamla manninnum, hann var hress á afmælisdaginn. En annars bið ég ykkur vel að lifa, eru hvort sem er allir í sumarfríi og engin að lesa þessa vitleysu hvort sem er :-)

No comments: