Tuesday, July 27, 2004

Þriðjudags bluegrass

Þá er kominn þriðjudagur og tilvalið að skella smá blugrass á fóninn. Tilvalið í það að nota Krauss, mjög mistæk en það góða með henni er gott og þannig er nú það. Mörgum finnst þetta efalaust vera eitthvað kántrí gaul, en í rauninni er ekki svo þessvegan heitir þetta ekki kántrý heldur bluegrass. Enn verið að framkvæma í götunni hjá okkur og steinsagir og borar gelta allan daginn liðlangann. Gengur ekkert sérstaklega vel hjá Svönku að skrifa í þessum hávaða og látum þannig að það var eins gott að hún komst vel áfram í sveitinn við skrif. Svo er alveg að fara að renna upp mánuðurinn sem við flytjum í okkar eigin húsnæði. Það verður alveg frábært að flytja í sitt, get vart beðið að það gerist, verður alveg grámagnað!!

No comments: