Monday, July 26, 2004

Frívikan búin

Jæja þá er sumarfrísvikann búin að sinni. Djöfull var þetta magnað að komast aðeins í smá frí og vera ekki að gera neitt í eina viku. Það er vera ekki að gera neitt vinnutengt og ekki að vera með samviskubit yfir að vera ekki að læra að skrifa lokaverrkefni eða eitthvað svoleiðis bull. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ég hef farið í smá sumarfrí og ekki verið með eitthað á bakinu alltan tíman. Í fyrra áttum við einar tvær vikur eða þrjár eftir að ég skilaði lokaverkefninu,en þá þurfti að undirbúa vörnina, ganga frá sínum málum í danmörku, pakka og flytja þannig að það varð ekkert frí þegar upp var staðið! Þetta hefur því verið snillidin ein. Verst að Svanhildur er búinn að vera mest að skrifa sitt lokaverkefni en við fundum nú tíma inn á milli til að gera eitthvað skemmtilegt. Þess á milli vorum við Ástþór Örn að leika okkur í sandkassanum sem ég smíðaði fyrir hann í sveitinni og keira dráttarvélina og hjálpa Ástþóri eldri við að smíða hesta gerði. Maður hefur verið að koma inn upp úr ellefu á kvöldin þegar vinnudeginum í sveitinni líkur, sæll og kátur og beint í ölið. Hvað villmaður hafa það betra já og 21°C í forsælu á sólarríkum dögum, snilllllld!!!

No comments: