Wednesday, August 18, 2004
Almenn þreyta
Jamm það er full mikið að vinna 24 tíma á teimur dögum, maður verður eitthvað hálf þreyttur á þessu öllu saman verður að segjast. En tilhugsunin um að maður er að vinna af sér dag eða tvo til að komast í lax gerir þetta all worth while!! Spurning um að milja sig á landsleikinn í kvöld, kostar ekki nema 1000kr og maður fær að sjá ansi marga knattspyrnumenn sem maður hefði gaman að berja augum og reyndar aðra sem væri bara plain gaman að berja!!! En nóg af ofbeldi, talandi um það þá fæ ég stundum svona hvatir til að horfa á lélegar ofbeldisfullar bíómyndir og gærkveldið var eitt af slíku. Skellti því myndinni Once upon a time in Mexico í spilarann. Jamm mikill action og tölvert gítarspil sem mér fann nú ekki síðra heldur en ofbeldið og tölvert betra. Slatti af leikurum og eitt stykki Enrique Iglesias (hverjum dettur í hug að skella því vörtu fési í bíó!!). Myndin er sem sé stórkostlega yfirdrifin og ofgerð á geypilega hallærislega hátt og er þar enginn eftirbáti forvera síns (El marachi) sem var endurgerð sem Desperato fyrir Holliwood markað. Myndin stóð sem sé alveg undir þeim væntingum sem ég gerði til hennar og þörf minni fyrir ofbeldisfullum b mynum því svalað að sinni!!!
No comments:
Post a Comment