Tuesday, August 17, 2004

Þriðjudagur til þrautar



Jæja þá er löngum og leiðinlegum mánudegi lokið. Var í vinnunni til hálf níu í gærkveldi og fór þá heim að taka til!!! Ekki mín hugmynd af góðum degi, en í staðinn frekar effectífur dagur. Þarf að vinna af mér fjóra tíma á næstu tveimur dögum, það ætti ekki að verða svo mikið mál. Þarf að fara á eftir og kíkja á dagmömmu sem við ætlum að reyna að koma Ástþóri að hjá, allir listar að fyllast í vogi kópanna og því ekki seinna vænna en að vera handfljótur að skíta og drífa sig í að ganga frá þessu! Svo þarf maður að sæka einhver ógrynni af reiktum og gröfnum laxi í reik, veturinn lítur ekki svo illa út hvað það varðar, nóg til og er það vel. Annars þá eru flestir komnir úr sumarfríum þannig að þetta er smá saman að breitast í vinnustað aftur í staðinn fyrir þennan draugabæ sem verið hefur hér undanfarið.

No comments: