Thursday, August 19, 2004
Oft
Oft er atviksorð. Svo mælti heimspekingurinn Hermann Gunnarsson á sínum blautari árum. Oft nennir maður líka ekki að vinna en neyðist til þessi. Oft. Er að reikna eftir tveimur stöðlum og það er hróplegt missamræmi í þeim og fyrir verkfræðing sem er vanur að fylgja hönnunarreglum og lendir í því að þurfa að brúa bil milli reglugerða er þetta ekki góður dagur! EN hins vegar er ég á leiðinn í sveitina á eftir í veiði þannig að þessir staðlar mega fara öfugir upp í óæðri endan á hverjum sem vill þá þangað inn. Ég bíð mig ekki fram. En það mun almagnað verða að labba um bakka árinnar í sólinn þó að sólinn geri út af við alla veiðivona þá er útiveran ekki tekinn af manni. Annars þá er maður ennþá á háu nótunum eftir að hafa skellt sér á völlinn í gær. Þetta var alveg eiturmögnuð stemmin þarna í gær og ótrúlega gaman að upplyfa þetta live og sjá knattspyrnurisann lagðan. Þetta er definitely einn í minnisbankann!
No comments:
Post a Comment