Monday, August 16, 2004
Grasekkill
Þá er maður orðinn grassekkill. Svanhildur og Ástþór Örn eru að hjálpa Kötu fyrir vestann í veiðihúsinu og verðar þar um stund. Ég fór því einn í bæinn og verð einn þessa vikuna en stefnan er sett á það að renna vestur á fimmtudag upp úr hádegi og skella sér í smá veiði. Tek svo frí á föstudaginn og verð þarna um helgina. Ætla því að reyna að vinna eins og motherf...er í vikunni og vinna af mér þessa tíma, það ætti svo sem að vera vel gerlegt. Annars þá vöknuðum við á laugardagsmorgun og héldum vestur en þegar ég kom út í bíl, var búið að sparka speglinum nánast af og sparka í brettið á bílnum og dælda það aðeins. Frábært, snilld, kom samt speglinum saman með mikilli snilld þannig að hann virka, en beyglan er enn þarna. Var brotinn spegill á öðrum bíl og farið inn í þann þriðja og drasli dreyft út um alla götu!!! Hringdi á lögguna og hún kom og tók skýrslu en það kemur ekkert til með að koma út úr því!! Svo renndum við vestur og þegar við vorum að verða kominn í Dal var hringt í okkur og okkur tjáð að fólk sem var í sumarbústað í Svignaskarði hefði fundið peningaveskið hennar Svanhildar í Borgarnesi og við þurtum því að snúa við og rúlla upp í Svignaskarð!! Var sem sé hin besta byrjun á degi, en gott að það var heiðarlegt fólk sem fann veskið og öll kort á sýnum stað!! En eftir það reyndist helgin hin besta og núna er bara spenningur fyrir fimmtudeginum!!
No comments:
Post a Comment