Thursday, August 12, 2004

Hitabylgja á Íslandi


Þá er komið að því sem að engin hélt að myndi nokkurntímann gerast, það er kominn hitabylgja á Íslandi. Hiti í Reykjavík 24,8°C og er það 15°C yfir gamla hitametinu og er þetta því alveg ótrúlegt helv. Maður lá ofan á þykku dúnsænginni sinni í nótt og var bara tölvert heitt þótt engin væru fötinn. Svona var þetta í danmörku allt síðasta sumar, og er þetta að öllu leyti magnað nema þessi hiti á næturnar, það hentar bleiknefja íslendingnum mun betur að byggja upp hlýju undir þykkri dúnsæng en að reyna að losna við hlýjuna ofan á þykkri dúnsæng, það er bara þannig. Aðalmálið er náttúrulega það að það er sénslaus að vera lengur í vinnu en til 14 á daginn og því meiga svona hitatarnir ekki vera of langar ef maður á að ná að vinna upp tapaða tíma áður en mánaðarmótin skella á!!! Segi bara: I wont let the sun go down on me!

No comments: