Tuesday, August 10, 2004

Útlandaveður

Alveg magnað þetta veður og synd að vera fastur á skrifstofunni. Þegar ég kom út í morgunn var svona hita/raka mollu lykt í loftinu, alveg eins lykt og það er alltaf snemma morguns á sumrin í Danmörku og náttúrulega víðar. Var ótrúlega gaman að koma út þar sem maður fékk svona flassback til Danmerkur. Mikill gróður í garðinum hjá okkur eins og tíðkast úti, þannig að þetta verður svona samblanda af raka og gróðurlykt, almagnað og hlýjaði þetta gamla manninum um hjartrætur! En svo tekur við þurrt loft úr loftræstikerfi fyrirtækisins og það er bara ekki að vekja upp eins skemmtilegar mynningar verður að segjast.
Annað, við hjónin skelltum okkur í kaffikönnu leiðangur í gær og fjárfestum í slíkum búnaði, rándýr fjári að sjálfsögðu en gælsileg vél og fyrsta tilraun okkar til kaffigerðar úr þessari vél heppnaðist svona ljómandi vel. Þess má geta að yfirleitt tekur það margar uppáhellingar að ná einhverju viti úr svona expressó vélum en þetta virtist vera ást við fyrstu sýn hjá kaffigerðar konu heimilisins og vélinni góðu! Nú er það því ljóst að fólk verður að vera duglegt að líta í heimsókn og fá sér einn kaffibolla eða tvo!!!!

No comments: