Friday, August 13, 2004
Sumar á ströndinni
Jæja það fór ekki svo að maður skellti sér ekki á ströndina. Viðar nokkur Jón er við Baldur er kenndur og eiginkona hans Harðardóttir, Kolbrún og frændi hennar hann Hörður skelltu sér á ströndina og ég og Svanhildur og Ástþór Örn skelltum okkur með. Þetta var bara nokkuð magnað að liggja þarna í skeljasandinum á handklæðinu sínu og sötra smá öl. Reyndar til trafala þessi ÍTR starfsmenn sem koma öðru hvoru og segja að það sé bannað að drekka öl þarna. Málið er að drekka úr glasi og láta tóma prippsdollu liggja rétt hjá sér, voila málið dautt!! En alltaf gaman að hitta skemmtilgt fólk og spjalla saman og ekki skemmir að hafa útlanda veðrið með í för. Ástþór Örn var alveg dolfallinn yfir þessu öllu, lék sér bara að moka í kringum teppið og var hið mesta ljós. Annars þá er þessi blessaði pollur sem fólk er að synda í alveg drullu kaldur, mun kaldari en ég hélt. Svo mun fólkið í Kópavogi sennilega flytja stóruhlutina sína á laugardaginn svo vonandi fáum við afhennt í næstu viku það væri ekki verra!! Spurning um að vinna stutt í dag!!!
No comments:
Post a Comment