Monday, August 09, 2004

Ný vika, Jamm

Þá er það ný vika og er það ekki vel í raun. Búinn að vera alveg ótrúlega mikið á ferðinni Þessa helgi. Keyrði upp á Snæfellsnes og sótti veiðmann í Straumfjarðarána og keirði hann svo út á Keflavíkurflugvöll. Tók Ástþór Örn með mér í þessa ferð en skildi hann eftir í Dal hjá afa sínum og ömmu. Fórum því aftur upp á nes á sunnudaginn til að sækja pilt. Náði maður því fjórum ferðum í gegum Hvalfjarðargönginn þessa helgi og Svanhildur skrapp á Síðasta fimmtudag í gegn líka þannig að kílómetrunum fjölgar ört þessa daganna. Ástæða þess að við skildum littla manninn eftir á nesinnu er sú að við fórum í brúðkaup hjá Stínu vinkonu Svanhildar á laugardaginn. Það var haldið í Súlasal hótel Sögu, þjónað til borðs og allt mjög grand verður að segjast. Sátum til borða með læknahjónunum Einari og Guðrúnu Láru og svo henni Björgu. Þetta reyndist hin besta skemmtun allt saman og ótrúlega gaman að fara loksins eitthvað út saman og geta sofið um morguninn :-)
Annars þá er það bara meiri vinna og bið eftir að íbúð losni. Svanhildur keirði framhjá í dag og sýndist fólkið vera að þrýfa baðgluggann!!! Vonandi að það sé farið að styttast í þessu öllu saman!

No comments: