Thursday, August 05, 2004

Vikulok

Jæja þá eru vikulok hjá mér!! Það fóðra ég þannig að Svanhildur þarf að vinna á bókasafninu á morgunn og ég þarf því að vera heima með littla gaurinn minn og þar með er vinnuvikunni lokið hjá mér og ergo vikulok. Magnað að vera með svona þriggja daga vinnu vikur þetta má í raun ekki meira vera. Annars þá skrapp ég um daginn að kíkja á Harald Pottlokssson í ljósvarpshúsi í Mjóddinni, verð að segja að ég hef bara nokkuð gaman af þessum sögum, skemmtilega naívar en samt smá spenna í þessu öllu saman hjá honum stráknum. Það stafar sennilega af því að mig hefur alltaf langað til að geta galdrað, væri ekki lífið þægilegt ef svo væri. Spurning um að fara heim að æfa sig, en fyrst að skreppa með nokkra laxa í reik!!

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir ahugaverd blog