Monday, October 18, 2004
Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða!
Mælti skáldið um árið. Skáldið mælti en smiðurinn mældi en samt er grundvallar munur á iðju þeirra þótt orðið sé næstum hið sama. Eða eins og við Völundur Snær fundum út um árið að "betri er nagli en negla þegar maður er að negla, en betri er negla en nagli þegar maður er úti á bát". Þarna er gert ráð fyrir að bátur sé soðinn eða límdur en ekki negldur. Það er margt skrítið í kýrhausnum segja þeir strákarnir eða það er margt í mörgu í maganum á henni Ingibjörgu.....!!!!!
No comments:
Post a Comment