Thursday, October 21, 2004
Styttist í helgina!
Jamm það styttist í helgina sem betur fer verð ég að segja. Er búinn að vera eitthvað ótrúlega sifjaður þessa viku og ekki verið að mæta í vinnuna fyrr en um níu. Hefur samt verið ótrúlega ljúf að vera að vakna rétt fyrir 8. Jamm farinn á fullt að hanna loftræstikerfi fyrir Hellisheiðarvirkjun, en er samt ekki búinn að koma gömlum syndum frá þannig að maður reynir að koma þeim inná milli. Kíkti á gamla manninn á landspítalann í gær, var verið að tappa einherjum vökva og drullu úr lungunum á honum og hann þarf að liggja þar í viku. Alveg merkilegt hvað ég hef mikinn viðbjóð á sjúkrahúsum, finnst ógeðslegt að koma inn á slíkar stofnanir, lyktin, stemminginn og meira að segja litur á veggjum fer í taugarnar á mér. Hef aldrei getað hugsað mér að vinna í klíníska geiranum. Þegar ég var krakki og var spurður hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, þá sagði ég aldrei læknir klárt mál. Hinnsvegar má ekki skilja það svo að ég sé ekki feginn að fólk vinni við þetta, það er náttúrulega almagnað og nauðsynlegt, ég bara skil það ekki, það er bara þannig!!!
No comments:
Post a Comment