Tuesday, October 19, 2004
Ný veikindi!!
Jamm það hefur sennilega aldrei legið jafn mikið á mér í vinnu eins og þessar vikurnar og komandi mánuði, er bara enganveginn að hafa undann, ekki nálægt í raun. Það væri svo sem allt í lagi ef að það væri ekki svaka törn hjá Svanhildi líka, hún á kafi í ritgerum og lestri. Þannig að til að toppa þetta allt þá var Ástþór lasinn síðustu viku og var svo orðinn brattur um helgi, var hjá dagmömunni í gær og svo í morgunn fékk ég sms um að hann væri kominn með hita!!!! Þetta er magnað verður að segjast. Þannig að Svanka er heima í dag og ég tek vaktina á morgun. Svona er þetta að vera með barn í aðlögun hjá dagmömmu, blessað ónæmiskerfið að taka til starfa fyrir alvöru í fyrsta sinn. Jamm, spurning um að fá sér bara einn kaldann í kvöld og skella þessu öllu upp í kæruleysi.
No comments:
Post a Comment