Sunday, October 17, 2004
Sunnudagur til sveppaáts!
Jamm þá er það sunnudagur og það þýðir í raun aðeins eitt, það er mánudagur á morgun. Breytir svo sem ekki öllu fyrir mig þar sem ég er í vinnunni núna að reyna að ná upp gömlum syndum. Ótrúlega magnað reyndar að vera svona einn á hæðinni, Pearl Jam No Code í botni og fílingurinn alger, ekki ruslið í því. Sátum og spiluðum OKEY hjónin í gærkveldi en það er tyrknest spil af skemmtilegri gerðinni em tengdaforeldrar okkar færðu okkur frá Tyrklandi. Núna vantar okkur bara einhverja til að spila það við!! Any takers!!!!
No comments:
Post a Comment