Wednesday, October 27, 2004
Annir og appelsínur
Jamm nóg að gera núna, skrapp á eina fjóra fundi í gær og var í sress reddingum þess á milli, yndislegur dagur. Ástþór Örn enn lasinn þannig að dagarnir eru mikið púsluspil, ferðir fram og til baka og svo lendir þetta samt allt einvhernveginn á Svanhildi þannig að hún nær ekkert að græja sín verk. Þetta er nú ljóta ástandið. Ágætt að mamma og pabbi eru búinn að vera í bænum núna, sá gamli á spítala að jafna sig eftir lungnabólgu og svo var stungið á lungun til að hreinsa út úr þeim einhvern viðbjóð. Hann þarf að liggja í tvær vikur í viðbót við þá sem hann er búinn að liggja og snilldin er að núna er allt að verða fullt á sjúkrahúsum reykjavíkur þannig að það á að fljúga með hann norður. Þvílíkur sparnaður í kerfinu, í staðinn fyrir að hafa nógu margar deildir opnar þá er borgað undir sjúkrabíl út á völl, flug norður og bíl af vellinum þar á Fjórðungssjúkrahúsið. Þar að auki er borgað undir hjúkku með honum á leiðinni. Þvílíkt rugl þetta er og þar sem mamma fer náttúrulega norður líka þá er maður pössunarlaus að sinni!! Þetta er allt að stefna í eitt allsherjar rugl.
No comments:
Post a Comment