Friday, October 29, 2004
Leikskóli
Jamm eins og ég greyndi frá í gær fengum við inni á leikskóla með litla manninn. Erum samt að hugsa um að bíða með það að skella honum inn þar sökum þess að það er annar og betri leikskóli í götunni okkar sem okkur þykir vert að bíða eftir. Það verður því bara dagmamman áfram. Jamm núna er föstudagur og er það vel, þó svo að maður komi til með að vinna um helgina þá er það samt mun rólegri tími vinnan um helgar heldur en á virkum. Svo getur maður líka mætt seinna og sofið smá, og ekki skemmir fyrir að fá sér kaldan öl fyrir svefninn. Neibb helgar eru indislegar og spurning um að stofna helgarvinafélag Íslands! Bíður sig einhver fram sem formann??
No comments:
Post a Comment