Thursday, October 28, 2004
Blogger
Jamm veit ekki hvað er í gangi hjá blogga vini mínum, ég kemst ekki inn nema á vorinn þessa dagana. Nær aldrei sambandi við þá blessaða strákana og þar af leiðandi næ ég ekki að eyða tíma í að rita einhverja vitleysu hérna. Jamm tókst þó núna. Þá er það hitt, hvað hefur maður að segja? Þegar allur tíminn fer í að vinna fram að mat og eta og koma syninum í ró er ekkert eftir nema sjónvarpsgláp og þegar Svanka er að græja ritgerðir fram á nætur og sonurinn hefur sofið illa undanfarnar nætur er þreytan að verða almenn og fréttnæmi í lífi manns í frostmarki. Þó fengum við bréf um að erfðaprinsinn væri kominn með leikskólapláss og er það vel, verið að kanna þetta allt saman. Annars þá skrapp ég í nudd um daginn á heilsu og spa nýbýlaveginum og djöfull er þetta magnað fyrirbæri. Jól og páskar og jafnvel partur af sumarfríi, eiturmagnað. Mæli eindregið með að allir drulli sér í nudd. Engin var það þó ljóskan sem nuddaði mann með stinnum sílikonbrjóstum heldur smávaxinn dökkhærður karlmaður!! Er það mínus??
No comments:
Post a Comment