Monday, October 25, 2004
Ný vika
Jamm þá er kominn ein ný vika enn, aldrei skortur á þessum vikum, mættu reyndar byrja á miðvikudegi!! jamm Svanhildur var að skrifa ritgerð alla helgina þannig að við Ástþór Örn vorum eitthvað að spaug í staðinn. Fórum reyndar út að borða með veiðifélaginu í straumfjarðar á, eða eldhúshluta þess má segja. Skruppum á Einar Ben og lifðum þar í vellystingum í þó nokkura stund. Vorum kominn heim um miðnætti þar sem móðir mín var að passa og einnig við orðin alltof gömul til að vera lengur úti um helgar. Dagurinn eftir var alveg nógu slæmur þó svo að geymið hafi ekki varað lengur hjá okkur. Svo hóstaði Ástþór Örn í alla nótt þannig að ég var heima með hann í morgun og verð því í vinnunni þar til að ég skrepp í nudd. Jamm eiginkona mín elskuleg bauð mér í nudd í tilefni þess að við giftum okkur með pompi og pragt fyrir ári síðan í dag. Jamm svona er nú tíminn fljótur að líða!!!
No comments:
Post a Comment