Friday, October 01, 2004
Allt klárt!
Jamm þá eru myndirnar komnar í trönsun og útboðslýsing í pdf form og allt að verða klárt. Var eina 13 tíma í vinnunni í gær, ágætt að ná smá yfirvinnu en andlega þreytan er gífurleg eftir svona leiðinda daga. Ástþór Örn hefur staðið sig eins og hetja fyrstu tvo dagana í nýju herbergi, rétt aðeins rumskaði um 12 í gær og svo rétt fyrir sjö í morgun, ekki hægt að kvarta undan því. En núna er best að mylja sig á fund og sitja á rassgatinu og hlusta og sötra kaffi í einn tíma eða svo!!!
No comments:
Post a Comment