Tuesday, October 12, 2004

Ud ad køre med de skøre



Jamm þetta er nafn á bíómynd sem búið er að þýða á dönsku og það sér það náttúrulega hvert mannsbarna að þetta er myndin Cannonballrun (eða kúlukappaksturinn eins og hún hét í ríkissjónvarpinu um árið). Enn veikindi á mínu heimili, Ástþór Örn alveg stíflaður af kvefi og hóstar í akkorði, ljóti fjárinn þetta kvef. Þessir dagar verða því mikið pússluspil hjá okkur Svönku, hún að skreppa í skólann og ég heima þá og svo ég í vinnu og hún heima. Bætir ekki að það er brjálað að gera hjá okkur báðum núna þannig að þessi veikindi hittast á versta tíma, en að því sögðu hittast ekki veikindi alltaf á versta tíma!!!??? En úti eru 9°C og því ber að fagna!

No comments: