Friday, November 12, 2004

Digital Ísland



Jamm þá er maður orðinn stafrænn, eða að minnsta kosti Sonyinn manns!! Skrapp upp á stöð 2 í gær í hávaða renningi og fínt fínt með gamlan afruglara undir höndum og fjarstýringu í vasa. Kom til baka með þennann littla og netta stafræna afruglara sem var að sjálfsögðu plöggað í vegginn og stungið í samband. Jamm svona eggskýrt og fínt sjónvarp og svo er allt opið eins og stendur og því einar 48 rásir að ég held. Eini gallinn er að ég fæ hann ekki til að finna skjá 1 en það á samt að vera hægt sega þeir stöðvar 2 menn. Jamm svo var bara snjór og hálka í morgunn, veturinn farinn að minna óþyrmilega á sig. Verð samt að segja að væri nú bara til í að hafa snjó í vetur ekki þessa helvítis umhleypinga endalaust. Fá sér svo bara gamlan sleða og allt klárt, væri það ekki málið!!!!

No comments: