Tuesday, November 09, 2004

Matarboð



Jamm skruppum í matarboð til Didda bróður og frúar ég og mín frú í gær. Pilturinn var orðinn aldraðri en hann var í fyrradag og var því fagnað með góðu læri og ís að hætti Jóa Fel. Alltaf gaman að borða góðan mat, verður að segjast. Litli maðurinn gisti svo hjá ömmu sinni í nótt þannig að við vorum bara tvö í kotinu. Jamm svo er maður tilraunadýr á stofuni í að taka upp AutoCAD 2005 og er ég að testa það þessa dagana, forrita skipanir og fiktandi í lisp rútínum og allt er á góðri leið þar flestar rútínur farnar að virka og forritið mun skemmtilegra en það gamla. Jamm það er skemmtileg tilbreiting að fá að tölvunördast smá. Almennt þá er nördism stórlega vanmetinn, spurning um að vera bara stollt nörd!!

No comments: