Wednesday, November 10, 2004
Kvef
Jamm þá er komið almennilegt haust í mann, kominn með þessa fínu hálsbólgu og alles. Búinn að vera að hósta upp hori og vibjóð í allan morgun. Jamm hvað vill maður hafa það betra. Ég tel mig samt vera að vinna þessa síkla fjanda og spái því að þeir verði ekki langlífir, onei. Er enn hálf brosandi yfir knatspyrnuleik gærkveldsins þar sem varalið Arsenal lagði aðallið Everton (þeir eru í þriðja sæti í deildinni). Mestan part leikssins var meðalaldurinn hjá Arsenal 19,8 ár!!! Unnu sem C 3-1 og eru komnir í næstu umferð. Jamm svona þarf nú oft ekki mikið til að gleðja gamalt hjarta!
Spurning: Hvaða hljómsveit orti svo: "Því að einmanna stúlkur eru aum næring fyrir aldintré".
No comments:
Post a Comment