Monday, November 08, 2004
Sól í haga og slátur í vömb.
Jamm þá er lokið sláturhelgi einni gífurlegri. Var búið til blóðmör og lifrarpylsa og alles og svo soðnir keppir til prufu og þeir voru svona ljómandi líka góðir blesaðir strákarnir. Það lukkaðist framar vonum slátrið veður að segjast og þó nokkrir keppir komnir í frysti svo og nokkrir hryggir og læri og pokar af súpukjöti sem okkur áskotnaðist um helgina. Jamm frystikistan brosir breytt þessa dagana, bólgin af kjóti og kræsingum. Við langt komin með að fylla nýja skápinn, það er, glerhlutann að ofan en tölvert pláss er í skenknum enn þannig að enn er hægt að setja hluti sem maður veit ekkert hvað maður á að gera við þangað. Jamm og svo er litli bróðir orðinn fjörgamall í dag og ætlum við að kíkja í mat til hans í kvöld. Annars þá er bara að reyna að ná í skottið á sér í vinnunni og þar sem að whiskey glösin mín voru að koma upp úr kassa eftir 3 ára geymslu þá er ekki úr vegi að fá sér svona eitt glast að glöðum skota í kveld!
No comments:
Post a Comment