Thursday, November 18, 2004
fløde boller
Jamm í eftirmatinn hjá mér í vinnunni voru mandarínur og fløde boller eða negrakossar eins og þeir heita víst hér. Danir eru allveg vitlausir í þessi ósköp og þar gat maður keypt bakka með fløde boller með einum 20-25 bollum ef vildi og svo náttúrulega minni pakkningar líka. Jamm þeir eru engir áhugamenn um fløde boller. Annars er eitthvað svo mikill föstudagur í mér, sennilega þar sem maður er búinn að vinna tímana sína fyrir þessa viku og því finnst skrokknum tími á helgarfrí. Verður því hið mesta skúffelsi á morgun þegar að blessuð vekjarklukkan glymur í eyra. Jamm það verður ljúft að vakna ekki snemma á laugardagsmorgun, ætla að vona að það verði kallt úti og helst smá vindur, þá er alltaf best að liggja aðeins lengur. Spurning um það hvort sonurinn sé til í slíkt það er mitt laugardags lottó!!!
No comments:
Post a Comment