Tuesday, November 16, 2004
Jamm og jæja
Já þá er ekki öll vikan eftir bara meiriparturinn af henni!! Er að vona að versta törnin hjá mér sé búinn í bili á fimmtudaginn en maður þorir ekki að vona!!!! Jamm veturinn kominn með öllu sínu tilheirandi og núna vantar bara meiri snjó og gönguskíði og þá er allt klárt! Já eða sleða, ekki væri það verra. Svo er það blessaða kennaradeilan. Hvur djöfullinn er að þessum kennara aumingjum!! Jú vissulega er þeir með lág laun og allt það en núna er búið að setja lög á þá og þá taka þeir sig saman með fjöldaveikindi og koma opinberlega fram og segja það!!! Það ætti að kæra þessa andskota. Þegar ég sótti Ástþór í gær til að fara með hann til dagmömmunar þá voru krakka grey á öllum aldri ráfandi um götur og tún að rölta heim þar sem enginn var skólinn. Alveg niður í smá gríslinga. Ég veit ekki hvað kennarar gerðu ef eitthvað kæmi fyrir þessa krakka, svo sem keyrt yfri einn sjöára eða svo vegna þess að kennarar eru í fílu, það væri gaman að hafa það á samviskunni. Óháð því hvort að þessi meðferð á kennurum er sanngjörn eður ey þá er meðferð kennara á börnum ekki sanngjörn það er ljóst og samúð mín er ekki hjá kennurum eftir þessa framkomu!!!!
No comments:
Post a Comment