Wednesday, November 17, 2004

Sofið út (Næstum)



Jamm maður var að mæta í vinnuna núna um hálf tíu. Er venjulega mættur ekki seinna en 7:30 því ég þarf að fara heim aftur og með Ástþór Örn til dagmömmunar, en núna nennti ég ekki að vera fastur á eftir einvherjum spólandi sumardekkjafíflum með bílinn á 6000rpm og allt ekki klárt! FÍFL!! Þannig að við lágum bara eins og skötur til hálf níu og drifum okkur þá á fót og fætur og voala hér ég er!! Mér þykir mjög gaman að keyra í snjó, það er viss kúnst, en málið er að 97% innfæddra hafa ekki hugmynd um hvað það gegnur út á og þetta lið er stórhættulegt. Snéri einn bíl rétt fyrir aftan mig í gær, var að taka 90°beygju á van bíl og fannst allveg tilvalið að taka hana eins og það væri sumardagur, verandi jú á sumardekkjum. Fíflið var heppið að það var ekki neinn að koma á mótihonum því hann snérist 270°. Jamm svona er þetta hérna og enganveginn öðruvísi.

No comments: