Friday, December 10, 2004
Maraþon lestur!
Jamm sá littli var ekki alveg á þeim buxunum að sofna í gærkveldi. Held að ég hafi lesið fyrir hann í góða klukkustund áðurn en björninn var allur. fór meira að segja óvenju seint í rúmið í gær þannig að hann var loks að sofna þegar klukkan var orðin 10. Ekki mikið eftir af kveldinu til að gera eitthvað að viti þá þar sem ég er að reyna að mæta um sjö í vinnuna þessa daga svo að ég komist fyrir heim svo Svahildur fái smá frið til að læra. Það eina sem maður getur gert eftir svona daga er að fá sér bara eitt glas af gin og tónik og eina sneið af lime og þá er maður góður!!
No comments:
Post a Comment