Monday, September 13, 2004
Íbúðarmál
Jæja þá er búið að mála og pússa parket hjá okkur. Svanhildur ætlar reyndar að mála yfir tvo veggi hjá Ástþóri með smá lit til að lífga smá upp á það. Annars þá er næsta mál á dagskrá að kaupa parketlista og klára að pússa og spartsla gluggana og drífa á þá svolitlu lakki. Þarf því að vera duglegur í kvöld að ná listunum og klára að spartsla og pússa. Svo kemur rúmið okkar í dag þannig að þetta er allt á góðri siglingu. Annars þá er commentakerfið búið að vera niðri um helgina veit ekki hvaða spaug það var en er komið inn aftur núna. Áttum ágætishelgi, skiptumst á málningarvöktum í kópavoginum þar sem Ástþór Örn var lasinn um helgina (með nefkvef og hósta) en hann er nú allur að braggast. En aftur í vinnu núna!!
No comments:
Post a Comment