Friday, September 17, 2004

Föstudagur loksins



Já þá er kominn föstudagur loksins er búinn að bíða lengi eftir því. Þá er kanski smá séns að fá fleiri tíma en fáa í að vinna við að klára þessa blessuðu íbúð sína. Þetta er að verða hálf fáránlegt að hún sé ekki orðin klár enn. Stefnan var að flytja inn um helgina en þar sem Ástþór Örn veiktist í vikunni höfum við ekkert komist í að græja þarna síðan á þriðjudag og því verður ekki flutt inn um þessa helgi. Skrapp í Hagkaup í gær og keyti mér hinn fræga ameríska ís Ben & Jerry's, var reyndar drulludýr (740 kr fyrir um 400 ml) en djöfull var hann góður á bragðið. Reyndar sykur og kólestrol í hámarki í þessum ís og fita langt yfir mörkum en það má svona stundum! Ekki það að ég steig á vog hjá lækninum sem við fórum með Ástþór Örn til um daginn og sú sýndi 79 kg sem er svona c.a. 10kg meira en ég var fyrir um ári!!! Spurning um að fara að hreifa sig smá og hætta þessu ís áti. Ekki það að það gæti verið gaman að prófa að vera feitur um stund, og annrs neee held ekki. Ræktin það er!!

No comments: