Tuesday, August 24, 2004

Fjölskyldan kominn í bæinn.



Jæja skrapp í gær og sótti fjölskylduna í sveitina, þannig að núna hefst tíma málningar vinnu og sparsls í blannd við niður og upp pökkun og þrif þar á milli. Sem sé núna byrjar alvaran. Þurfum að fara að kaupa ísskáp, þvottavél og þesslags, pússa parket og fleira þannig að seðlarnir eiga eftir að fljóta næstu vikurnar, gaman að því. Skrapp svo með bílinn í 15þús km skoðunn í morgunn, 1500 kr í taxa í vinnuna, djöfull er þetta dýrt, hverjum dettur líka í hug að búa svona langt í burtu, meira bullið. Bíllinn ætti að verða klár um hádegisbilið þannig að þá fer annar 1500 kall. Maður hefði betur keypt sér Whiskey flösku fyrir þennan pening!!! Svo er nokkuð augljóst að skólarnir eru byrjaðir, umferðin hefurmargfaldast yfir nóttu, biðin á Gullinbrú í morgun var þó nokkur og bíla lest til helvítis og til baka tvær ferðir!!! En Þá er ekkert annað að gera en að brosa í kampinn og hugsa til þess að maður þarf ekki aftur í skólann :-)

No comments: