Wednesday, August 25, 2004
Rafmagnsmál
Jamm þá er það rafmagnsmálin í íbúðinni sem eru mál málanna í dag hjá mér. Ein grein í íbúðinni ekki virk eins og er, þar innifalið ljós á baði, herbergjum og þvottahúsi (nema náttúrulega innstunga fyrir þvottavél í þvottahúsi þar sem hún er á annari grein) (smá innskot svo að Viddi fari ekki að leiðrétta mig)!!! Hringdi því í fyrrverandi eiganda og hann ætlar að senda mann í dag til að laga. Það er líka kanski viðeigandi þar sem þetta skeði þegar hann var að taka niður ljós í íbúðinni þegar þetta gerðist!!! Svo verður maður að fá sér rúsnesk perustæði þar sem slíkt var ekki skilið eftir!!! Ómögulegt að vinna í herbergjunum í myrkri og það er helst í slíkum birtuskilyrðum sem maður hefur tíma til að fremja smá vinnu í blessaðri íbúðinni!!!
No comments:
Post a Comment