Friday, August 27, 2004

Föstudagur til frís!!



Þá er það dagur föstunnar, hvorki minna né minna!!! Er að verða pínu langþreyttur á þessu standi öllu saman, drífa sig í vinnuna og klára sína pligt þar og drýfa sig þá í kópavoginn og rífa af lista, pússa og sparstla. Á eftir að vera svoleiðis í góðan tíma í viðbót, verður bara þeim mun sætari stund þegar allt verður búið og maður getur bara flutt inn! AHHHhhh, alveg farinn að sjá mig fyrir mér liggjandi í nýja ameríska rúminu okkar. En meðan ég man, ef einhver á litla frystikystu sem hann er ekki að nota og dauðlangar að selja fyrir lítinn pening þá endilega hafiði samband. Þórdís fékk náttúrulega gömlu kystuna þeirra pabba og mömmu þannig að téknilega séð skulda þau mér frystikystu :-)

No comments: