Monday, August 23, 2004

Afhending



Jamm þá er maður búinn að fá afhenta lyklana að íbúðinni sinni. Skrapp í gær og hitt fólkið sem var að klára að þrífa geymsluna niðri en annað var orðið klárt. Það er því ekkert til fyrirstöðu að fara að slíta nagla úr veggjum og pússa veggi og spartsla og láta öllum illum látum. Ætlum svo að fá mann í það að pússa parketið fyrir okkur, frændfólk Svanhildar í eyjunum býr svo vel að luma á einum slíkum snillingi sem ættlar að athuga hvort að hann geti tekið það að sér. Jamm þetta er sem sé allt að bresta á og biðinni því senn að ljúka. Skrapp í lax um helgina í sveitinni, en þar var þvílíka rjómablíðan, sól og logn og ekki hafði rignt í fleiri vikur og áin því gersamlega vatnslaus og ekki líkleg til veiðar. Enda fór svo að ég fékk ekki neitt!!! Byrjaði að rigna sem sé daginn eftir okkar vakt!!! Svona er þetta. Átti samt snilldar helgi í Dal með Svönku og Ástþóri Erni og tengda foreldrunum. Skruppum í berjamó í smá stund og komum heim með fleiri lítra af aðalbláberjum og svo eina tvo af venjulegum bláberjum, svo núna er bara að byrja að sulta!!!

No comments: