Friday, September 10, 2004
Vetrarrútínan
Jæja þá er vetrarrútínan að hefjast, maður er í það minnsta búinn að mæta uppúr sjö í vinnuna alla þessa viku (nema í gær á var það 8). Þetta hentar mér í raun mun betur að vera sofnaður fyrir 11 og upp snemma, spurning um að reyna að halda þessum vana í vetur. Annars er littli maðurinn minn lasinn og var svolítið að vakan fyrripart nætur en svo vel seinnipartinn, vaknaði mun minna en í fyrrinótt þá var vaknað á 1,5 klst fresti, eitthvað sem hann gerir aldrei. Maður er því frekar rislár, ekki vanur svona svefnfrávikum, en öllu má nú venjast. Svo má fara að fara inn á parketið hjá okkur eftir hádegið í dag og fara að vinna á því á morgunn. Þarf því að ná málningarumferð yfir á morgunn og annarri á herbergin á sunnudag og svo að gúffa draslinu þarna inn. Rúmið kemur svo á mánudag og þá er í raun allt klárt!
No comments:
Post a Comment