Wednesday, September 29, 2004

Dagur miðrar viku!



Já vikan mallar áfram og er það bæði gott og slæmt. Gott því þá styttist í helgina, slæmt ég á eftir að gera svo margt fyrir föstudaginn að það er ekki finndið! Annars þá kom frumburðurinn heim í gær og dvaldi í framtíðar heimkynnum sínum og leist nú bara þokkalega á sýndist mér. Svaf svo einn í sínu herbergi í fyrsta skipti í nótt, hefur annars sofið inni hjá okkur. Vaknaði nú bara nokkru sinnum og var ekkert svo ómögulegur, kemur sennilega bakslag í það á næstu dögum þegar að hann fattar að hann er farinn að sofa einn í herbergi!! Settum upp hillu í herberginu hans og nokkrar myndir þannig að það er farið að taka á sig nokkuð endanlegt form. Það er aðallega að verða eftir ljós og gluggatjöld. En hvað er með IKEA er innkaupastjórinn þeirra þroskaheft fífl?? Var einar þrjá hillur sem við erum búinn að reyna að kaupa, engin til og allt að 6 vika bið í þær, allar gardínur sem við höfum reynt að kaupa þar hafa ekki verið til og margar vikur í þær flestar, ljós sem við ætluðum að kaupa.....!!! Ekki til heldur og eitthvað fleira dót líka. Er ekki hlutverk innkaupastjóra að fylgjast með vörustreymi og vera búinn að kaupa inn áður en allt er orðið uppselt!!! Þessi manneskja er ekki að vinna vinnuna sína rétt það er bara þannig, spurning um að sparka í hana!!!!

No comments: