Monday, September 27, 2004
Stoltur steypueigandi
Jæja við búin að gista tvær nætur í nýju eigninni og líkar bara ljómandi við lífið þarna. Komumst reyndar að því í gær að fólkið á hæðinni fyrir ofan okkur er með heimabíókerfi í svefnherberginu og um korter yfir tólf labbaði Svanhildur upp og benti á að þau væru að æra okkur!! Eitthvað sem verður efalaust rætt síðar en þau lækkuðu og þá var þetta ekkert mál höfðu ekki áttað sig á háfaðanum sem þó glumdi um allan stigagang. Lambið úr Dalnum var náttúrulega snilld, þvílíkt meirt og yndislegt eins og lambalæra er von og vísa. Það besta er samt að sjónvarpið er þvílíkt skýrt hérna, t.d. er skjár einn ekki lengur svarthvítur og flöktandi eins og í langagerði, auðveldar fótboltaáhorf tölvert. En eins og sönnum karlmanni sæmir þá miða ég innflutningstímann við það þegar sjónvarpið fór í gang!!!
No comments:
Post a Comment