Tuesday, September 28, 2004
Dagur þrjú, kæri jóli!
Þá eru næturnar orðnar þrjár í nýja húsinu og allt í góðu enn fyrir utan þetta heimabíó grín á sunnudagskvöld! Nokkrar myndir komnar upp og fleira dót inn í skápa og skúffur og hillupláss minnkar ört í geymslu vorri. Ástþór Örn kemur svo heim á eftir, fúlt að missa af viðbrögðum pilts þegar hann sér þetta nýja heimili sitt komið með húsgögn og þesslags. En núna svona hvað úr hverju mætti fara að slakna á framkvæmda gleðinni hjá manni og maður ætti að fara að tappa smá orku inn á batteríin sem eru löngu orðin þurausin, t.d. setjast niður á miðvikudag og horfa á svo sem einn leik í meistaradeildinni, það ætti að vera allra meina bót!!!
No comments:
Post a Comment