Tuesday, September 07, 2004
Jamm jamm og jæja
Jamm þá mallar vikan áfram og er það vel, þýðir í raun aðeins það að það styttist í að við getum flutt inn!!! Var í vinnunni til 6 í gær, langt síðan maður hefur ekki hætt á slaginu 4 til að fara að græja eitthvað í Kópavognum. Þetta mun samt vera meira fjárhagslega jákvætt að vinna smá yfirvinnu en að eyða peningum í Húsasmiðjunni!!! Ástþór Örn í aðlögun hjá dagmömmunni, ekkert alveg til í að kyngja því möglulaust en hann mun koma til að endingu pilturinn. Annars þá fer þetta haustveður mjög í skapið á mér, enda finnst mér haustið almennt ógeðslegt. Vor er minn tími, allt að springa út og fuglar og dýr að verpa og fjölga sér og allt að fyllast af lífi. Haustið hinsvegar skartar fögrum litum í hálftíma áður en þeir fjúka til helvítis og allt það líf sem byrjaði að skapast að vori sölnar og deyr, fuglar fljúga burt og "sumar" fyrirtækjunum lokar. Haustið er sem C tími dauða og leiðinda og því ógeðslegur tími sem slíkur!!! Persónulega vil ég sól og gróður allt árið um kring. Jamm það má vera smá svartsýnn í svona ógeðslegu roki og rignu = Hausti!!
No comments:
Post a Comment